• Hendur í höfn

Hleypur þinn maður út á brókinni?Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1819-1888) segir :

,,...var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag."


Ekki vitum við betur en að flestir haldi sig inni í hlýjunni í upphafi Þorran og hafi það huggulegt svo eitthvað hefur þetta nú breyst í áranna rás. Þar sem meira er þá hefur siðurinn þróast í það að konur dekstri extra vel við bændur sína í upphafi Þorramánaðar og sér í lagi á sjálfan bóndadaginn.

Við ætlum að gera ykkur það sérstaklega auðvelt þetta árið, sjá alveg um eldamennskuna svo þið getið notið með bóndanum ykkar og átt huggulega stund.

Föstudaginn 24. janúar, á sjálfan bóndadaginn, og laugardaginn 25. janúar bjóðum við upp á sérstakan bóndadags-seðil þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem hann er bæði vegan og ekki-vegan.


Við mælum eindregið með því að tryggja sér borð sem fyrst með því að senda póst á hendurihofn@hendurihofn.is


In English

Bóndadagur is a day where Icelanders celebrate husbands, fiancés and boyfriends. This takes place during the first day of Þorri in the fourth month of winter, according to the ancient Norse calendar. The master of the house was therefore supposed to rise before the rest of the household on the first day of Þorri to welcome Þorri with a special ceremony:

He was to exit the house, wearing only his shirt and dressed in just one leg of his pants, and then hop around the house on one foot, all the while dragging the other pant-leg behind him. After these strange schenanigans a large feast was organized with people from neighbouring farms in attendance.

By other accounts Þorri was to be greeted by the housewife, while the master of the house was to welcome the month of Góa (the fifth month of winter that began on a Sunday between the 18th and 24th of February): The first day of Góa is Konudagur, a day of celebration of the housewife.

0 views
  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Pinterest

Hendur í höfn

Selvogsbraut 4

815 Þorlákshöfn

sími: 4833 440

hendurihofn@hendurihofn.is