• Hendur í höfn

Hjónabandssæla - sú allra besta!

Updated: Jan 21

Virkar einnig sem eplakakaHjónabandssæla

Þessi ómótstæðilega hjónabandssæla er bæði mjólkur- og eggjalaus en það kemur sko ekki niður á því hversu mjúk og góð hún er. Það er vel hægt að hafa hana glúteinlausa líka.


Ég nota ekki hefðbundna rabarbarasultu heldur bý ég til rabarbaramauk úr rabarbörum sem við fáum hjá elskulegum íbúum í Þorlákshöfn. Uppskriftina af rabarbaramaukinu má sjá hér fyrir neðan.


Þessi uppskrift miðast við 24 cm hringform og er kakan bökuð við 160°í klukkustund, en endilega hafið í huga að ofnar eru mismunandi og því gæti þessi tími verið breytilegur.


200 gr. Haframjöl eða glútenfrítt haframjöl

200 gr. Hveiti eða Schar blanda fyrir þau sem kjósa glútenlaust

100 gr. Sykur

50 gr. Síróp (ca - 4 msk.)

200 gr. Brætt smjörlíki

1 tsk. Natron


Þið byrjið á að blanda saman öllum þurrefnunum, bræðið smjörlíkið og bætið svo út í ásamt sírópi. Takið til hliðar um það bil ¼ af deiginu og setjið hinn hlutann ofan í formið og þrýstið vel.

Þá er komið að því að setja rabarbaramaukið yfir og verið ekkert að spara það elskurnar mínar.


Að lokum bætið þið við ca. 50 gr. af hveiti og 50 gr. af haframjöli við þann hluta sem þið tókuð frá svo úr verði kurl. Þið miljið það svo yfir maukið.


Eins og áður sagði er kakan bökuð við 160°í klukkustund.


Mér finnst extra gott að hafa karamellu og rjóma með.


Þessi uppskrift virkar líka sem eplakaka en þá er rabarbaranum skipt út fyrir epli og kanil, sjúklega gott!


Karamellusósa

200 gr. Púðursykur

200 gr. Smjör

1 ½ dl. Rjómi.

Setjið allt í pott og hitið þar til fer að sjóða. Þá er mikilvægt að lækka hitann og hræra af og til í 3 mín.

Takið þá pottinn af hitanum og bætið smá vanillu og sjávarsalti út í. Þessi karamellusósa er líka extra góð með ís.

Rabarbaramauk

1 kg. Rabarbari

200 gr. Sykur

Látið malla á lágum hita í 30 mín eftir að suða kemur upp og kælið þá vel.


Njótið í botn, munið að þetta eru einungis hamingjusamar hitaeiningar!

Kærar kveðjur,

Dagný


  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Pinterest

Hendur í höfn

Selvogsbraut 4

815 Þorlákshöfn

sími: 4833 440

hendurihofn@hendurihofn.is