• Hendur í höfn

Súkkulaðibitakökur sem allir elskaNú þegar svo margir eru heima ýmist í sóttkví eða með börnunum sínum sem ekki komast í skóla, langar okkur að hvetja ykkur til að nýta tímann til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Bakstur er sannarlega eitthvað sem hægt er að njóta þess að gera saman og hér deilum við með ykkur uppskrift að okkar vinsælu súkkulaðibitakökum. Uppskriftin er mjög aðgengileg og tilvalið að leyfa börnunum að spreyta sig og leiða ykkur áfram í sköpunarferlinu.


200 gr. smjör

200 gr. púðursykur

50 gr. sykur 1 pakki Royal vanillu- eða karamellubúðingur

1 tsk. vanillusykur

2 egg við stofuhita

300 gr. hveiti

1 tsk. matarsódi

200 gr. súkkulaðidropar ég nota oft meira og 2 til 3 tegundir


Byrjið á að hita ofninn í 175°. Hrærið smjöri, sykri, púðursykri, vanillubúðingnum og vanillusykrinum mjög vel saman. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið á milli (ef þau eru köld er gott að láta renna smá heitt vatn á þau). Bætið þá hveiti og matarsóda saman við og hrærið stutta stund. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við.

Mótið um 30 kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír. Hafið gott bil á milli þar sem þær renna mikið út Bakið við 175 ° í ca. 12 mínútur. Þar sem ofnar eru misjafnir þá er gott að fylgjast vel með. Kökurnar eru teknar út áður en þær falla alveg niður, þær falla svo niður þegar þær eru teknar út. Við þetta verða þær aðeins mjúkar í miðjunni. Fyrir þau sem vilja hafa kökurnar mjólkurlausar er hægt að skipta út smjöri fyrir smjörlíki og nota dökkt súkkulaði.

0 views
  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Pinterest

Hendur í höfn

Selvogsbraut 4

815 Þorlákshöfn

sími: 4833 440

hendurihofn@hendurihofn.is