• Hendur í höfn

Spennandi viðburðir fram á vor!

Það verður nóg um að vera hjá okkur á Hendur í höfn á næstu mánuðum. Við fáum til okkar dásamlegt tónlistarfólk og nú þegar eru fjölmargir tónleikagestir búnir að tryggja sér miða á marga þessara viðburða. Við mælum auðvitað með því að næla sér í miða sem fyrst á tix.is og panta borð á hendurihofn@hendurihofn.is hafi þið hug á að borða fyrir tónleika. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um þau sem koma fram.


Tónlistarkonan Hera, sem hefur um árabil búið á Nýja Sjálandi reið á vaðið í vetrartónleikaröðinni á Hendur í höfn síðasta sunnudag, á sjálfan konudaginn. Nýverið lauk Hera við gerð plötu þar sem Barði Jóhannsson stýrði upptökum, sú plata er væntanleg á þessu ári.
ABBA cover tónleikar verða haldnir bæði föstudaginn 6. mars kl. 21 og sunnudaginn 8. mars kl. 20. Það er nú þegar orðið uppselt á fyrri tónleikana en nokkrir miðar lausir á þá seinni.


Það eru Þorlákshafnarbúarnir Aðalbjörg Halldórsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Davíð Þór Guðlaugsson og Halldór Ingi Róbertsson sem skipa hljómsveitina sem ætlar að flytja lög ABBA sem allir elska!
Goðsagnakennda hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir koma fram á Hendur í höfn 27. mars. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir hefur starfað um árabil. Tónlist þeirra er byggð á rótum rockabillys með blöndu af gleði og húmor. Tónleikar sveitarinnar eru frábær upplifun eins og ummæli gesta eftir nýlega tónleika sýna: ”Ég var búinn að gleyma hvað Langi Seli og Skuggarnir eru frábært band” og “þeir gerast ekki mikið svalari”. Hljómsveitin gaf á liðnu ári út á vínyl plötuna Bensínið er búið, sem inniheldur 4 ný lög. Þau verða flutt í bland við eldri og þekktari lög sveitarinnar á tónleikunum.Bjartmar Guðlaugsson er mörgum kunnur enda var hann einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi á níunda áratugnum, sló í gegn árið 1987 þegar hann gaf út vinsælustu plötu sína Í fylgd með fullorðnum. Platan var þá næstsöluhæsta plata ársins. Síðan þá hefur hann haldið áfram að gefa út tónlist við miklar vinsældir. Bjartmar heldur nú í tónleikaferð vítt og breytt um landið og staldrar við eina kvöldstund í Þorlákshöfn.Margrét Eir, Guðrún Gunnars og Regína Ósk! Það þarf nú varla að kynna þessar stórkostlegu dívur sem hafa löngu heillað alla landsmenn með söng sínum og skemmtilegri framkomu.


Þær ætla að flytja lög sem þær stöllur Dolly Parton, Linda Ronstadt og Emmylou Harris sungu saman á 8unda og 9unda áratugunum. Tónlistin flokkast sem "Mountain music” og er oftast mjög fallega rödduð í þessum stíl. Lögin þekkja flestir, lög eins og Jolene, To know him is to love him ofl. Textarnir segja sögur úr lífinu, fullir af tilfinningum sem snerta þann sem hlýðir á og lögin eru af plötunum Tríó I og Trío II sem selst hafa í miljónatali um allan heim og unnu til fjölda verðlauna.0 views
  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Pinterest

Hendur í höfn

Selvogsbraut 4

815 Þorlákshöfn

sími: 4833 440

hendurihofn@hendurihofn.is