Umhverfisvænt, fallegt
veitinga- og menningarhús
Vertu hjartanlega velkomin á veitinga- og menningarhúsið Hendur í höfn. Við leggjum áherslu á umhverfisvernd og vinnum allt frá grunni úr besta fáanlega hráefni að mestu beint frá býli og okkar nærumhverfi. Við erum því alltaf með ferskt og hreint hráefni sem við matreiðum með ást, eins og þér hentar best.
Við tökum vel á móti þér og þínum hóp
Eftir að við fluttum á nýja staðin í maí 2018 getum við tekið á móti hópum, allt að 100 manns við ólík tilefni. Við hjálpum til við að gera þína veislu ógleymanlega með því að aðstoða við að finna tónlistaratriði, setja saman rétta matseðilinn og hafa allt umhverfi eins fallegt og hugsast getur. Endilega sendu okkur tölvupóst og við svörum fljótt og vel!
Menningarhúsið Hendur í höfn
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera á Hendur í höfn. Í raun er fátt sem gleður okkur meira heldur en fullur salur af ánægðum, söddum gestum að njóta yndislegrar tónlistar eða skella upp úr yfir stórfyndnu uppistandi. Þá er einnig tilvalið að njóta þess að lesa tímarit eða góða bók yfir ilmandi kaffibolla og kökusneið nú eða stefna vinum saman í prjónahitting
Eitthvað fallegt fyrir öll skilningarvit
Okkur þykir mikilvægt að þér og þínum líði vel og leggjum við okkur fram við að hafa fallegt umhverfi þar sem allir geta notið sín.
Hvort sem það er maturinn, leirtauið, leikföngin, lesefnið eða plönturnar, þá er fegurðin og hlýleikinn alltaf í fyrirrúmi.