Hamingjusamar hitaeiningar

Þar sem okkur finnst lífið of stutt fyrir vondar hitaeiningar lögum við allar

okkar veitingar frá grunni úr besta fáanlega hráefni sem völ er á, að mestu

beint frá býli og okkar nærumhverfi. Ást og umhyggja er höfð að leiðarljósi og við leggjum okkur fram við að þjónusta alla okkar viðskiptavini óháð lífsstíl eða ofnæmi af einhverju tagi.

Allir réttir á seðli eru glútenfríir fyrir utan brauðið.

Glútenfrítt brauð fyrir þá sem þess óska.

Aðventuseðill

 

Jólaseðillinn okkar gerir smáréttaveislu enn betri. Við skutlum veitingunum til þín sé þess óskað. Ertu atvinnurekandi sem langar að koma starfsfólkinu þínu á óvart? Ekki hika við að hafa samband og við finnum lausnina fyrir þig.

Kökuseðill

Kræsingarnar á kökubarnum eiga það allar sameiginlegt að innihalda aðeins hamingjusamar hitaeiningar! Allt bakað á staðnum með mikilli ástríðu.

Drykkjarseðill

​Her er hægt að sjá þá drykki sem við bjóðum upp á þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Hópmatseðill

Við viljum gera þína veislu ógleymanlega og bjóðum fram aðstoð við að finna rétta tónlistaratriðið, setja saman fullkominn matseðil og hafa allt umhverfi eins fallegt og hugsast getur. Endilega sendur okkur línu...

Smáréttaveisla

Við getum tekið á móti allt að 100 manns í smáréttaveislu þar sem hlaðborðið bókstaflega svignar undan dýrðlegum kræsingum. Hér getur þú skoðað seðilinn sem við mælum með, en honum má breyta, allt eftir þínum þörfum.

Við getum einnig skutlað veislunni til þín!

Tapas

Tapas gerir góða veislu enn betri. Í þessum seðli eru tillögur að tapas en hugmyndaflug Dagnýjar eru einu takmörgkin fyrir útfærslum og það vita allir sem hana þekkja að það er endalaust. Þannig ef þú vilt fá annarskonar seðil skaltu ekki hika við að hafa samband. 

Opnunartímar - Sumar

Þriðjud.-sunnud. 12-20.00, stundum lengur

​Mánud. Lokað

Opnunartímar - Vetur

Mánud. - þriðjud. Lokað

Miðvikud. 11.30-14.30.

Fimmtud. 11.30-14.30 og 17-20.00.

Föstud. - sunnud. 12-21.00.

Eldhúsið lokar kl 19.30.

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter
  • Pinterest

Hendur í höfn

Selvogsbraut 4

815 Þorlákshöfn

sími: 4833 440

hendurihofn@hendurihofn.is